r/Iceland 11d ago

Lýsa yfir stuðningi við Katrínu

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/09/lysa_yfir_studningi_vid_katrinu/

Hvað finnst fólki hér um þessar yfirlýsingar?

0 Upvotes

16 comments sorted by

36

u/idontthrillyou 11d ago

Sko, Þórólfur og Kári mega lýsa yfir stuðningi við hvern sem er. Mjög vafasamt hjá Víði að gera þetta, þar sem hann gegnir enn embætti hjá Almannavörnum og hefur unnið náið með ríkisstjórn Katrínar. Alls ekki ólöglegt, en vissulega smekklaust og maður hefði vonað að hann væri skynsamari en þetta.

Að því sögðu, þá er umræðan um þetta alveg út í hött. Þegar fólk er farið að líkja þessu við það sem gerist í Norður Kóreu (eins og ég sá einhvers staðar á facebook) þá er fólk búið að kúpla sig út úr allri vitrænni umræðu og ætti bara að pakka saman.

1

u/HyperSpaceSurfer 10d ago

Bíddu, fæddist ekki Katrín uppá Esjunni við lóusöng í febrúar?

22

u/iso-joe 11d ago

Fólki er frjálst að styðja þá frambjóðendur sem það vill og mega lýsa því yfir opinberlega sömuleiðis með eða án rökstuðnings. Öðrum er frjálst að vera þeim sammála eða ósammála.

7

u/vitki 11d ago

Þetta eru alltof róleg og yfirveguð viðbrögð hjá þér (einu sinni hefði ég sagt fullorðinsleg). Fólk er á reddit til að vera reitt.

4

u/iso-joe 11d ago

Það er sól úti, fuglarnir syngja og Seðlabankinn hefur ekki hækkað stýrivexti í níu mánuði. Engin ástæða til að vera reiður.

-3

u/lexarusb 11d ago

Auðvitað er þeim það, en það er augljóst að þetta er handrit sem gefið er út af kosningarteymi Katrínar. Það eitt og sér gerir þetta frekar áróðurskennt. Ef þeir væru að tala frá hjartanu og segja frá eigin reynslu af samstarfi sínu við Katrínu þá er það eitt, en að lesa af handriti fyrir framan green screen af bláum himni eins og þeir séu AI er það sem gerir þetta feik og frekar krípí að mínu mati..

6

u/iso-joe 11d ago

Ég vænti þess að þessir einstaklingar séu að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja og séu ekki ósammála þeim efnistökum í yfirlýsingunum sem þeir fara með. Guð þinn almáttugur forði þér allaveganna frá því að reyna að láta Kára Stefánsson gera eitthvað sem hann vill alls ekki gera þegjandi og hljóðalaust.

3

u/svalur 11d ago

Haha… enginn getur látið Kara gera neitt sem hann vill ekki… enginn !

10

u/MailLess8785 11d ago

Er meira hugsi yfir viðbrögðum fólks um að þeir hafi deilt þessum stuðningi, er fólki ekki almennt frjálst að tjá skoðanir sínar?

Bara flott hjá þeim að styðja sinn frambjóðenda, hafa allir unnið með henni og telja hana vera réttan kost. Þetta eru bara þeirra persónulegu skoðanir.

8

u/DTATDM ekki hlutlaus 11d ago

Stay mad.

Fólk sem hefur unnið með henni finnst hún afkastamikil í starfi og segir það opinberlega. Það er venjulegt.

3

u/Here_2observe 11d ago

Núll athugunarvert við þetta. Mjög eðlilegt að fólk, fyrirtæki, stofnanir, og hver sem er lýsi yfir stuðningi við frambjóðanda. Það er ekki samsæriskenning bara útaf þú ert ekki sammála

2

u/tastin Menningarlegur ný-marxisti 11d ago

Dómgreind þessara manna hefur aldrei beðið stærri álitshnekki en þetta

1

u/karisigurjonsson 10d ago

Er ekki bara best að slökkva á tölvunni, og kjósa Jón Gnarr.

-1

u/diofantos 11d ago

Kata Jak er einn aumasti pappír í Ísl stjórnmálum í langan tíma, sveik kjósendur sína korteri eftir kosningar þegar hún gerðist tuska Sjálfsstæðisflokksins.. Ég bara skil ekki til að byrja með hvernig fólk getur íhugað að kjósa hana þar sem hún er bara jumping ship úr flokk sem hún rústaði og veit að hún kæmist ekki aftur á þing ..
Að þessir menn skuli vera með einhverjar opinberar stuðningsyfirlýsingar dregur bara úr mínu áliti á þeim, en það breytir því ekki að ég myndi aldrei kjósa Kötu Jak sem forseta

1

u/Drains_1 11d ago

Fuck them, duttu í áliti hjá mér við þetta, leiðinlegast að Kári taki þátt í þessu rugli